Brighton og Tottenham áfram þökk sé mörkum undir lok leiks Brighton & Hove Albion lagði Úlfana 3-2 í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Þá lagði Tottenham Hotspur B-deildarlið Coventry City 2-1 á útivelli en mörk gestanna komu bæði í blálok leiksins. 18.9.2024 21:32
Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. 18.9.2024 21:25
Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. 18.9.2024 21:00
Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. 18.9.2024 20:04
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18.9.2024 19:16
Keflavík í góðri stöðu Keflavík er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn ÍR í umspili Lengjudeildar karla í knattspyrnu um sæti í Bestu deild karla á næstu leiktíð. 18.9.2024 18:59
Haukur magnaður í sigri á Viktor Gísla og félögum Dinamo Búkarest hafði getur gegn Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Fór það svo að gestirnir unnu með tveggja marka mun og var það ekki síst frábærri frammistöðu Hauks Þrastarsonar að þakka. 18.9.2024 18:31
Rómverjar búnir að finna eftirmann De Rossi Daniele De Rossi var fyrr í dag rekinn sem þjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Rómverjar voru ekki lengi að finna eftirmann hans en Ivan Juric hefur verið kynntur sem nýr þjálfari liðsins. 18.9.2024 18:02
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18.9.2024 17:31
Fylgist með þessum í Meistaradeildinni: Stór nöfn á nýjum stöðum Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna lista af leikmönnum sem vert er að fylgjast með í Meistaradeild Evrópu karla í vetur. Deildarkeppni Meistaradeildarinnar hefst í dag og er fjöldi leikja í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. 17.9.2024 07:02