Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. 10.9.2024 07:03
Dagskráin í dag: Drengirnir mæta Wales, England og Lokasóknin Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu mætir Wales í undankeppni EM 2025, England mætir Finnlandi í Þjóðadeild UEFA ásamt Lokasókninni og hafnabolta. 10.9.2024 06:03
Segir afrek Ronaldo hvetja sig áfram Enski framherjinn Harry Kane spilar sinn 100. A-landsleik þegar England mætir Finnlandi á morgun, þriðjudag. Kane vonast til að spila fyrir þjóð sína jafn lengi og Cristiano Ronaldo hefur gert fyrir Portúgal. 9.9.2024 23:02
Myndasyrpa frá tapinu í Tyrklandi Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Hér að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum sem fram fór í İzmir. 9.9.2024 22:16
X yfir tapinu í Tyrklandi: „Þessi Fazmo horn eru unplayable“ Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrklandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Staðan var 1-1 í hálfleik en Tyrkir gengu frá dæminu í síðari hálfleik. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. 9.9.2024 21:57
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9.9.2024 21:14
Šeško með þrennu og Haaland hetja Noregs Í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu var af nægu að taka í kvöld. Wales skoraði tvö á þremur mínútum í Svartfjallalandi, Slóveninn Benjamin Šeško skoraði þrennu og Noregur vann leik. 9.9.2024 21:02
Frakkland með sannfærandi sigur á Belgíu Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Frakkland vann góðan 2-0 sigur á Belgíu á meðan Ítalía hefði þá átt að vinna Ísrael með meiri mun í leik sem fór fram á hlutlausum velli í Ungverjalandi. 9.9.2024 20:51
Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Færeyski landsliðsmaðurinn Sveinur Ólafsson, leikmaður Aftureldingar, er ekki enn kominn með leikheimild í Olís-deild karla í handbolta þar sem Mosfellingar eiga eftir að greiða uppeldisbætur til Færeyja fyrir leikmanninn. 9.9.2024 20:15
Sjáðu þrennu Aktürkoğlu og Guðlaug Victor stanga boltann í netið Tyrkland vann Ísland 3-1 í 2. umferð Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. 9.9.2024 19:37