Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný geim­flaug sprakk í loft upp

Fyrsta geimskot japanska fyrirtækisins Space One sprakk í loft upp við geimskot í nótt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonuðust til þess að Space One yrði fyrsta einkafyrirtæki í Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu en það misheppnaðist.

Senda fleiri eld­flaugar og fall­byssur til Úkraínu

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu.

Glórulausar skýringar hjóna sem nauðguðu fimm­tán ára stúlku

Lögregluþjónar í Utah í Bandaríkjunum handtóku á dögunum par sem sakað er um að hafa misnotað fimmtán ára dóttur konunnar í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Maðurinn og konan eru sögð hafa viðurkennt brotinn og sagt að það væri betra að þau hefðu mök við hana en ókunnugt fólk.

Her­flug­vél brot­lenti skömmu eftir flug­tak

Fimmtán eru sagðir hafa dáið þegar rússnesk herflugvél af gerðinni Il-76 brotlenti skömmu eftir flugtak í morgun. Myndbönd sýna að minnsta kosti einn hreyfil flugvélarinnar í ljósum logum skömmu eftir flugtak og féll hann af henni áður en hún brotlenti.

Gerðu á­rásir í átta héruðum Rúss­lands

Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi.

Spilaðu Warzone með GameTíví

Það verður stuð og fjör hjá strákunum í GameTíví í kvöld þar sem þeir verða með opið hús. Áhorfendur munu geta tekið leik með þeim í Warzone.

Snerist hugur um TikTok eftir heim­sókn auðjöfurs

Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna.

Stakk konu sína og þrjú börn

Lík hjóna og þriggja barna fundust um helgina á heimili þeirra í í Honolulu á Havaíeyjum. Forsvarsmenn lögreglunnar segja útlit fyrir að maður hafi stungið eiginkonu sína og þrjú börn þeirra til bana, áður en hann svipti sig einnig lífi.

Segir Trump ætla að stöðva alla að­stoð handa Úkraínumönnum

Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Sjá meira