Starliner á loks að bera geimfara Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 14:09 Starfsmenn Boeing að dæla eldsneyti á Starliner geimfarið sem bera á geimfara til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Boeing Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Vonast er til þess að hægt verði að skjóta geimfarinu á loft frá Flórída þann 6. maí og á að notast við Atlas V eldflaug frá United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en því var ítrekað frestað út það ár. #Starliner is fully fueled for the Crew Flight Test (CFT), now targeted to launch to the @Space_Station on May 6.Read more about the propellent loading operation and what's next for the spacecraft: https://t.co/HN6jjnkWf9 pic.twitter.com/KAgQ1SoIt1— Boeing Space (@BoeingSpace) April 5, 2024 Þegar Starliner fór fyrst á loft, í desember 2019, misheppnaðist geimskotið vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar í maí 2022. Þá stóð til að senda menn til geimstöðvarinnar með Starliner síðasta sumar en því geimskoti var einnig frestað og á loks að verða af geimskotinu þann 6. maí. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Geimfararnir sem verða um borð í Starliner í næsta mánuði eru þau Barry Wilmore og Sunita Williams. Þau hafa bæði starfað fyrir NASA sem geimfarar og fyrir sjóher Bandaríkjanna sem flugmenn. Á sama tíma og Boeing gerði samninginn við NASA gerði geimvísindastofnunin einnig samning við SpaceX um þróun sambærilegs geimfars. Sá samningur var töluvert minni en þrátt fyrir það hefur geimfar SpaceX, sem kallast Crew Dragon, ítrekað verið notað til mannaðra geimferða, bæði á vegum NASA til geimstöðvarinnar og til einkaferða, á undanförnum árum. Boeing Geimurinn Bandaríkin Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Vonast er til þess að hægt verði að skjóta geimfarinu á loft frá Flórída þann 6. maí og á að notast við Atlas V eldflaug frá United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en því var ítrekað frestað út það ár. #Starliner is fully fueled for the Crew Flight Test (CFT), now targeted to launch to the @Space_Station on May 6.Read more about the propellent loading operation and what's next for the spacecraft: https://t.co/HN6jjnkWf9 pic.twitter.com/KAgQ1SoIt1— Boeing Space (@BoeingSpace) April 5, 2024 Þegar Starliner fór fyrst á loft, í desember 2019, misheppnaðist geimskotið vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar í maí 2022. Þá stóð til að senda menn til geimstöðvarinnar með Starliner síðasta sumar en því geimskoti var einnig frestað og á loks að verða af geimskotinu þann 6. maí. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Geimfararnir sem verða um borð í Starliner í næsta mánuði eru þau Barry Wilmore og Sunita Williams. Þau hafa bæði starfað fyrir NASA sem geimfarar og fyrir sjóher Bandaríkjanna sem flugmenn. Á sama tíma og Boeing gerði samninginn við NASA gerði geimvísindastofnunin einnig samning við SpaceX um þróun sambærilegs geimfars. Sá samningur var töluvert minni en þrátt fyrir það hefur geimfar SpaceX, sem kallast Crew Dragon, ítrekað verið notað til mannaðra geimferða, bæði á vegum NASA til geimstöðvarinnar og til einkaferða, á undanförnum árum.
Boeing Geimurinn Bandaríkin Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00