Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23.1.2024 10:15
GameTíví: Hryllingur og bullandi hasar Þau mun reyna á taugar strákanna í GameTíví í kvöld. Síðan mun reyna á viðbrögðin. Í streymi kvöldsins ætla strákarnir að spila hryllingsleik í sýndarveruleika og seinna meir ætla þeir að reyna við fjölspilunarleikinn The Finals. 22.1.2024 19:30
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21.1.2024 14:49
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21.1.2024 14:15
Gefur út nýja tónlist í fyrsta sinn í sex ár Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake frumflutti á dögunum nýtt lag og stefnir í að gefa út fyrstu nýju plötuna í sex ár. Lagið heitir Selfish og flutti hann það á tónleikum í Memphis í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið. 21.1.2024 13:00
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21.1.2024 09:34
Sprengisandur: Framtíð Grindavíkur, ný tækni og verðbólga Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 21.1.2024 09:30
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21.1.2024 08:00
Bílvelta og árekstrar Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku. 21.1.2024 07:10
Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21.1.2024 06:55