Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24.2.2023 06:00
Gameveran og Allifret snúa bökum saman Marín í Gameverunni Allifret í heimsókn til sín í kvöld. Saman ætla þau að spila þrauta og flóttaleikinn We Were Here. 23.2.2023 20:30
R. Kelly fær annan þungan fangelsisdóm Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. 23.2.2023 19:23
Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23.2.2023 16:29
Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 23.2.2023 14:14
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23.2.2023 11:37
Vilt þú spila Warzone með Babe Patrol? Stelpurnar í Babe Patrol ætla að spila einkaleik með áhorfendum í Warzone í kvöld. Því þurfa þær að safna liði en þeir sem hafa áhuga á að spila með þurfa að stilla inn á Twitch klukkan níu í kvöld. 22.2.2023 15:01
Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22.2.2023 10:24
Stjórinn: Barist á botninum Baráttan á botninum í ensku Úrvalsdeildinni heldur áfram hjá Stjórunum í kvöld. Störf þeirra hanga á bláþræði og það er til mikils að vinna eða tapa. 21.2.2023 20:31
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21.2.2023 17:04