Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. 31.5.2024 11:57
Ólíklegt að Trump fari í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni. 31.5.2024 09:58
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. 31.5.2024 08:00
Forsetaáskorunin: Grefur upp gamlar gersemar úti um allan heim. Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 30.5.2024 19:01
Vilja rannsaka meint samráð með OPEC Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til. 30.5.2024 16:39
Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30.5.2024 15:25
Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. 30.5.2024 10:09
Senua’s Saga: Hellblade 2: Merkilega flott stafræn upplifun Senua’s Saga: Hellblade 2 er merkilega flottur leikur og áhrifamikill en hann getur á köflum verið merkilega langdreginn. Það er þótt það taki bara nokkrar klukkustundir að spila sig í gegnum hann. Auk grafíkarinnar stendur hljóð leiksins uppúr. 30.5.2024 08:46
Forsetaáskorunin: Áhugatöframaður og hefur safnað skeljum og eldspýtustokkum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29.5.2024 19:01
Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29.5.2024 11:26