Fréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Rangers á toppinn eftir sigur

Annað af risaliðum Skotlands, Glasgow Rangers, var í eldlínunni í dag þegar að liðið mætti St. Mirren á útivelli. Lærisveinar Steven Gerrard lentu undir strax í byrjun en náðu að kjýja fram sigur, 1-2, þrátt fyrir það.

Spretthlaupari skotinn til bana

Ekvadorinn Alex Quinonez, sem vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum 2019, var skotinn til bana í borginni Guayaquil í Ekvador síðastliðið föstudagskvöld.

Verstappen á ráspól í dag

Max Verstappen átti besta tímann í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn í Formúlu 1, en keppt er í Texas. Verstappen tryggði sér ráspól, og þar með bestu upphafsstöðuna í kappakstrinum sem fer fram seint í kvöld.

Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas.

Enska úrvalsdeildin: Watford skoraði fimm gegn Everton

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 og lauk fyrir stuttu. Óvæntustu úrslitin urðu á Goodison Park í Liverpool þar sem Watford kom í heimsókn og valtaði yfir heimamenn 2-5.

Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum

Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3.

Sjá meira