Enska úrvalsdeildin: Watford skoraði fimm gegn Everton Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 16:30 Rafa Benitez er þjálfari Everton EPA-EFE/Peter Powell Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 og lauk fyrir stuttu. Óvæntustu úrslitin urðu á Goodison Park í Liverpool þar sem Watford kom í heimsókn og valtaði yfir heimamenn 2-5. Þetta byrjaði samt vel fyrir Everton. Tom Davies kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 3. mínútu eftir undirbúning Demarai Gray. Joshua King jafnaði svo á 13. mínútu fyrir gestina í öðrum leik þjálfarans Claudio Ranieri. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Richarlison kom svo Everton í 2-1 á 63. mínútu og liðið í miklu stuði. Svo kom hrunið. Juraj Kucka jafnaði metin á 78. mínútu og King skoraði svo tveimur mínútum síðar. King var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og Emmanuel Dennis skoraði svo fimmta markið. Watford liðið skall eins og foss á Everton í lokin og þeir áttu engin svör. Á Elland Road í Leeds gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Wolves. Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu og þar við sat í langann tíma. Allt þar til hinn kornungi Joe Gelhardt kom sér djúpt inn í teiginn og þar var brotið á honum. Vítaspyrna dæmd og Rodrigo skoraði af öryggi. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Frábær stemmning. "They're like a 12th man" Joe Gelhardt on his home debut and the impact of the #LUFC fans pic.twitter.com/zHUgpxWWa7— Leeds United (@LUFC) October 23, 2021 Southampton og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í Southampton. Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu en Livramento jafnaði fyrir Southamptin rétt fyrir leikhlé. Armando Broja kom svo Southampton yfir á 50. mínútu en Burnley lék eftir það sem Southamptin hafði gert og jöfnuðu leikinn á 57. mínútu og aftur var það Cornet. Þá gerðu Crystal Palace og Newcastle 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Christian Benteke Palace yfir á 56. mínútu. Callum Wilson svaraði tíu mínútum síðar fyrir Newcastle og þar við sat. Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Þetta byrjaði samt vel fyrir Everton. Tom Davies kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 3. mínútu eftir undirbúning Demarai Gray. Joshua King jafnaði svo á 13. mínútu fyrir gestina í öðrum leik þjálfarans Claudio Ranieri. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Richarlison kom svo Everton í 2-1 á 63. mínútu og liðið í miklu stuði. Svo kom hrunið. Juraj Kucka jafnaði metin á 78. mínútu og King skoraði svo tveimur mínútum síðar. King var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og Emmanuel Dennis skoraði svo fimmta markið. Watford liðið skall eins og foss á Everton í lokin og þeir áttu engin svör. Á Elland Road í Leeds gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Wolves. Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu og þar við sat í langann tíma. Allt þar til hinn kornungi Joe Gelhardt kom sér djúpt inn í teiginn og þar var brotið á honum. Vítaspyrna dæmd og Rodrigo skoraði af öryggi. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Frábær stemmning. "They're like a 12th man" Joe Gelhardt on his home debut and the impact of the #LUFC fans pic.twitter.com/zHUgpxWWa7— Leeds United (@LUFC) October 23, 2021 Southampton og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í Southampton. Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu en Livramento jafnaði fyrir Southamptin rétt fyrir leikhlé. Armando Broja kom svo Southampton yfir á 50. mínútu en Burnley lék eftir það sem Southamptin hafði gert og jöfnuðu leikinn á 57. mínútu og aftur var það Cornet. Þá gerðu Crystal Palace og Newcastle 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Christian Benteke Palace yfir á 56. mínútu. Callum Wilson svaraði tíu mínútum síðar fyrir Newcastle og þar við sat.
Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira