Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 15:31 Lewandowski skoraði í dag EPA-EFE/RONALD WITTEK Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3. Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira
Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg
Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Sjá meira