Rigning víða í dag Í dag verður austanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, og rigning. Þurrt verður að mestu norðanlands þar til síðdegis þegar fer að væta. Hýjast verður á Norðurlandi þar sem hitinn getur farið upp í fimmtán stig. 25.6.2025 07:22
Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. 24.6.2025 12:55
Eldur í tveimur taugrindum Betur fór en á horfðist er kviknaði í þvotthúsinu Fönn við Klettháls í Reykjavík seint í gærkvöldi. Verkstjórinn segir eldsvoðann ekki hafa haft áhrif á starfsemi þvottahússins. 24.6.2025 11:08
Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. 24.6.2025 08:06
Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24.6.2025 07:45
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24.6.2025 06:44
Ísraelar samþykkja vopnahlé Trumps Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum. 24.6.2025 06:23
Skýjað og væta í flestum landshlutum Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig. 24.6.2025 06:20
Réðst á einstakling á sjötugsaldri með hníf Alvarleg stunguárás var framin í Reykjanesbæ í á laugardagskvöld. Árásarmaðurinn hefur nú verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 23.6.2025 11:42
Barnahátíðin Kátt snýr aftur Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa. 23.6.2025 11:21