Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vaktin: Banda­ríkin gera á­rásir á Íran

Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl.

Hlýjast á Vestur­landi

Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins. 

Tveir hand­teknir grunaðir um eigna­spjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur einstaklingum sem sáust brjóta rúðu í húsbíl. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll og voru báðir handteknir í lögregluumdæmi þrjú, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt.

Á­rás Banda­ríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“

Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að rannsóknarstöðvarnar hafi gereyðilagst í árásunum en íranskir embættismenn segja að svo sé ekki. Þeir hafa svarað fyrir sig með árás á Ísrael. Ákvörðunin hefur vakið upp mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim.

Tugir látnir eftir þeir reyndu að sækja sér mat

Að minnsta kosti 44 voru drepnir á Gasaströndinni í gær af Ísraelsher. Margir hverjir voru að leita mataraðstoðar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir bráðnauðsynlega vanta drykkjarhæft vatn.

Lakasta þátt­takan meðal kynsegin fólks

80,2 prósent einstaklinga á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu Alþingiskosningum eða rúmlega 215 þúsund manns. Lakasta þátttaka var meðal kynsegin fólks en tæp sjötíu prósent greiddu atkvæði.

Ís­lensk á­höfn tekur þátt í endur­vakningu Pan Am

Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am.

Sæki um ís­lenska vega­bréfs­á­ritun til að ferðast annað

Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir.

Sjá meira