Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Garðabær og Jónsvegur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stofnaður verði nýr sérhæfður grunnskóli í sveitarfélaginu fyrir einhverf börn. Fyrstu börnin ættu að hefja nám haustið 2026. 21.7.2025 15:56
Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. 21.7.2025 14:51
Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. 21.7.2025 13:42
Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. 21.7.2025 12:38
„Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Rektor Háskóla Íslands segir menntamorð eiga sér stað á stríðssvæðum en einnig í Bandaríkjunum. Mikilvægt sé að verða ekki að kröfum bandarískra fjármagnara sem vilja ekki að kynjajafnrétti og loftslagsáhrif séu rannsökuð. Margt sé á döfinni í háskólanum. 21.7.2025 12:01
Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Fjórir af sex köttum sem saknað er eftir eldsvoða í íbúð á Tryggvagötu aðfaranótt laugardags eru fundir. Tveggja er enn saknað og vinna sjálfboðaliðar að leitinni. 21.7.2025 11:03
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17.7.2025 17:07
Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. 17.7.2025 15:52
Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. 17.7.2025 15:09
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17.7.2025 12:55