Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Bernardo Silva er afar óánægður með það misræmi sem var á milli aðdraganda stórleiks Arsenal og Manchester City í gær, hjá liðunum tveimur. Hann kallar eftir heilbrigðri skynsemi þeirra sem koma að því að velja leikdaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 22.9.2025 16:31
Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Steffen Baumgart, þjálfari Union Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta, kom sér í vandræði í gær með því að gera fokkjú-merki. 22.9.2025 13:00
Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22.9.2025 10:02
Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Duma Boko, forseti Botsvana, hefur lýst yfir þjóðhátíð í Afríkulandinu eftir að sveit Botsvana varð í gær heimsmeistari karla í 4x400 metra boðhlaupi, á HM í frjálsíþróttum í Tókýó. 22.9.2025 09:30
Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Svíinn ungi Lucas Bergvall braut reglu sem sjaldan er notuð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og sérfræðingar Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport höfðu gaman af. 22.9.2025 09:00
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22.9.2025 08:36
Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að eins fimm umferðir. Allt það helsta úr fimmtu umferð, þar sem stórleikur Arsenal og Manchester City stóð upp úr, má sjá á Vísi. 22.9.2025 07:29
„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22.9.2025 07:03
Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í nótt í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk, eftir keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur um sigurinn. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. 22.9.2025 06:31
Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Þróttarar virðast tilbúnir í harða baráttu við FH um Evrópusæti í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta, miðað við 4-2 sigurinn gegn Stjörnunni í dag í síðustu umferðinni fyrir skiptingu deildarinnar. 20.9.2025 13:15