Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Mundi lof­orðið til kennarans

Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf.

Tveir ís­lenskir Nökkvar í Rotter­dam

Landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson fær vonandi að sjást meira á fótboltavellinum á næstu mánuðum eftir að hafa verið lánaður frá Ajax til Sparta Rotterdam út leiktíðina. Hann hittir þar fyrir annan Íslending.

Stólarnir svara með bombu á loka­degi gluggans

Tindastóll hefur tryggt sér krafta gríska landsliðsmannsins Dimitris Agravanis. Óhætt er að segja að um gríðarlegan liðsstyrk sé að ræða og afar áhugaverða viðbót við leikmannaflóruna í Bónus-deildinni í körfubolta.

Ó­sam­mála Al­freð: „Auð­vitað er þetta bak­slag“

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru úr leik á HM í handbolta, eftir tap gegn Portúgal í framlengdum spennutrylli í gær. Fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands eru algjörlega ósammála Alfreð um hvað þýði að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum.

Oggi snýr aftur heim

Þorgils Jón Svölu Baldursson, línu- og varnarmaður, mun leika á ný með Val það sem eftir lifir leiktíðar í handboltanum hér á landi.

GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“

„Þetta verður bara geggjaður leikur,“ segir Pavel Ermolinskij en þeir Helgi Már Magnússon rýndu í leik Vals og Njarðvíkur sem verður GAZ-leikur kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag

„Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn.

Sjá meira