Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­heppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd

Þrátt fyrir vasklega framgöngu varð norska liðið Vålerenga, með Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur innanborðs, að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Donni öflugur og skildi heima­menn eftir í sárum

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, stóð að vanda vel fyrir sínu í liði Skanderborg Aarhus þegar það vann öflugan útisigur gegn Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 35-28.

Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum

Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Ís­lendingarnir frá­bærir og fögnuðu í Dan­mörku

Landsliðstríóið Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson átti ríkan þátt í öruggum sigri Magdeburg gegn GOG í Danmörku í kvöld, 39-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Cecilía og Karó­lína komnar inn um dyrnar

Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld.

Salah sendi Egypta á HM

Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu verða með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir 3-0 sigur gegn Djibútí í dag.

Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru

Byrjunin hjá Elínu Klöru Þorkelsdóttur í atvinnumennsku hefur gengið eins og í sögu. Sænska handboltaliðið Sävehof hefur nú fagnað sigri í öllum tíu leikjum sínum eftir komu Haukakonunnar sem er í algjöru aðalhlutverki.

Mark­vörður Real í fýlu og mætir ekki til Ís­lands

Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann.

Sjá meira