Stjarnan staðfestir komu Caulker Steven Caulker, fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er orðinn leikmaður Stjörnunnar í Bestu deildinni. 26.6.2025 11:13
Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna „Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu. 26.6.2025 10:33
Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. 25.6.2025 19:48
Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. 25.6.2025 14:45
Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. 25.6.2025 10:36
Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Alisha Lehmann, vinsælasta knattspyrnukona heims á samfélagsmiðlum, er í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM sem hefst eftir tíu daga. 22.6.2025 16:32
Þrír létust við fall úr stúku á fótboltaleik Þrír létust í hræðilegu slysi á knattspyrnuleik í Alsír í gær, þegar girðing á leikvangi brotnaði rétt eftir að flautað var til leiksloka og lið MC Alger hafði tryggt sér alsírska meistaratitilinn. 22.6.2025 15:30
Félagarnir í sjokki: Sjáðu stórkostlegt mark Sigurðar Bjarts Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sannkallað glæsimark fyrir FH þegar hann kom liðinu í 1-0 gegn Vestra í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 22.6.2025 15:02
Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Hinn fertugi Santi Cazorla, fyrrverandi miðjumaður Arsenal, átti sinn þátt í því að koma uppeldisfélagi sínu Real Oviedo upp í efstu deild Spánar í gær, eftir 24 ára bið. 22.6.2025 12:26
Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Norskur ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af brúðhjónunum og gestum, í brúðkaupi Arsenal-mannsins Martins Ödegaard og danskonunnar Helene Spilling Ödegaard, var gripinn af öryggisvörðum og borinn í burtu. 22.6.2025 11:48