„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7.10.2025 18:46
Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Spænski bakvörðurinn Jordi Alba hefur nú tilkynnt að hann muni leggja takkaskóna á hilluna í vetur, þegar tímabili hans með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni lýkur. 7.10.2025 18:00
Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, eða Hófí Dóra, stóð uppi sem sigurvegari í samanlagðri keppni Suður-Ameríkubikarsins í bruni og risasvigi í Síle. Þessi fremsta skíðakona landsins segir niðurstöðuna koma skemmtilega á óvart og hún mun taka stórt skref upp heimslistann. 2.10.2025 16:45
Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Amir Mehica hefur verið ráðinn markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en mun samhliða starfinu áfram starfa sem markmannsþjálfari Þróttar. 2.10.2025 13:12
„Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Valskonur unnu sætan sigur gegn Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld, 88-79, þrátt fyrir að hafa lent tólf stigum undir í þriðja leikhluta. Hin bandaríska Reshawna Stone átti risastóran þátt í því. 2.10.2025 13:00
Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Antoine Semenyo skoraði hálfótrúlegt mark fyrir Bournemouth um síðustu helgi. „Varnarleikur“ Leedsarans Brenden Aaronson pirraði að sjálfsögðu þá sem ekki eru með Semenyo í sínu Fantasy-liði í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 2.10.2025 12:30
Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson hefur ákveðið að segja skilið við Tindastól, eftir að hafa stýrt fótboltaliðum félagsins í 200 leikjum í meistaraflokki. Ljóst er að spennandi tækifæri gæti beðið hans eftir frábæran árangur við erfiðar aðstæður. 2.10.2025 07:32
Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. 1.10.2025 22:30
Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. 1.10.2025 15:25
„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. 1.10.2025 14:56