Albert fær nýtt númer í Flórens Albert Guðmundsson gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina á morgun þegar liðið mætir Monza á heimavelli. Fiorentina gaf í dag út hvaða númer Albert mun bera á treyjunni á tímabilinu. 31.8.2024 22:31
Óboðinn gestur truflaði leik í Lengjudeildinni Lið Gróttu og Fjölnis mættust í Lengjudeildinni í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í dag. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið en töluverða athygli vakti þegar óboðinn gestur varð til þess að stöðva þurfti leik um stundarsakir. 31.8.2024 21:47
Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Napoli sigur Napoli vann magnaðan endurkomusigur á Parma þegar liðin mættust í Serie A á Ítalíu í kvöld. Þá gerðu Lazio og AC Milan jafntefli í Rómarborg. 31.8.2024 20:52
Jón Dagur lék sinn fyrsta leik og Davíð Kristján skoraði Jón Dagur Þorsteinsson kom við sögu í liði Hertha Berlin sem vann 4-3 sigur á Kaiserslautern í dag. Þá átti Davíð Kristján Ólafsson góða innkomu af bekknum hjá liði Cracovia í Póllandi. 31.8.2024 20:27
Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Evrópu Melsungen og Gummersbach unnu bæði sigra í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. 31.8.2024 19:42
Atletico Madrid upp í annað sætið Atletico Madrid gerði góða ferð til Baskahéraðs í kvöld þegar liðið lagði Atheltic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 31.8.2024 19:24
Fyrsta tap Leverkusen í 15 mánuði Ótrúleg taplaus hrina Bayer Leverkusen er á enda eftir tap gegn RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leverkusen komst í 2-0 en missti niður forskotið í síðari hálfleik. 31.8.2024 18:59
Naumt tap Magdeburg í Ofurbikarnum Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg sem mátti sætta sig við tap gegn Fusche Berlin í Ofurbikarnum í þýska handboltanum í dag. 31.8.2024 18:47
Dalvík/Reynir fallnir og Þórsarar enn í hættu Lið Dalvík/Reynis er fallið í 2. deild eftir tap gegn Leikni í Lengjudeildinni í dag. Lið Þórs frá Akureyri er enn í fallhættu en liðið gerði jafntefli við ÍR á heimavelli. 31.8.2024 18:23
Cecilía Rán hélt hreinu í stórsigri Inter Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt markinu hreinu í stórsigri Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad unnu góðan sigur í Noregi eftir tvo tapleiki í röð. 31.8.2024 18:05