Íslenskt (staðfest) Nýtt upprunamerki fyrir íslensk matvæli, Íslenskt staðfest, var kynnt í dag. Því er ætlað að fræða neytendur, sem eru sagðir vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru. 14.3.2022 11:51
Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13.3.2022 10:00
Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. 11.3.2022 23:25
Bjóða ókeypis aðstoð við verkefni sem fæstir hafa gaman af Nú fer hver að verða síðastur að skila inn skattframtali - en það er ekkert að óttast, segja laganemar sem leiða gesti og gangandi í gegnum ferlið um helgina. 11.3.2022 19:24
Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi. 10.3.2022 21:30
Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10.3.2022 20:30
Hakakross á kirkjuhúsi við Mýrargötu: „Svona vandalismi skilar engu“ Fulltrúar úr ólíkum kirkjudeildum komu saman við húsnæði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík í dag til að þvo burt hakakross sem málaður hafði verið á húsið. 6.3.2022 21:01
Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. 6.3.2022 20:18
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ býst við harðri baráttu Almar Guðmundson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gær. Nú segir hann harða kosningabaráttu fram undan. 6.3.2022 12:16
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6.3.2022 11:56