Innlent

Hakakross á kirkjuhúsi við Mýrargötu: „Svona vandalismi skilar engu“

Snorri Másson skrifar
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á lítið bænahús við Mýrargötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Unnin voru pólitísk skemmdarverk á því nýverið, sem svo voru þrifin af mönnum úr ólíkum kirkjum í dag.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á lítið bænahús við Mýrargötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Unnin voru pólitísk skemmdarverk á því nýverið, sem svo voru þrifin af mönnum úr ólíkum kirkjum í dag. Einar Árnason

Fulltrúar úr ólíkum kirkjudeildum komu saman við húsnæði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík í dag til að þvo burt hakakross sem málaður hafði verið á húsið.

Sunnudagsaðventistar, hvítasunnumenn og þjóðkirkjumenn voru komnir saman við Mýrargötu um miðjan dag og lögðu þar áherslu á að trúarbrögðum skyldi haldið utan við stríðsátökin.

Á meðan Pútín er líkt við Hitler, hefur hann sjálfur sakað Úkraínumenn um nasisma. Og einhver vildi gjalda honum í sömu mynt en ákvað að taka út reiði sína á rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni við Mýrargötu. Þar höfðu tveir hakakrossar verið málaðir á húsið.

„Svona vandalismi skilar engu,“ sagði Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur í samtali við fréttastofu á staðnum.

Tatiana Novgorodska Palsson, Mihail Leschenko, Viktor Stesenko eru frá Úkraínu. Þau segja að átökin séu á milli stjórnmálamannanna - venjulegt fólk vilji frið. Mikhail og Viktor eru nú á leið heim til Úkraínu að hjálpa til, því þó það sé fínt í útlöndum segja þeir, er best að vera heima. 

Rætt er við þau í myndbrotinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

„Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villi­­menn“

Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið.

Auðugir Rússar eru au­fúsu­gestir

Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×