Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 11. mars 2022 23:25 Einar Örn Benediktsson hefur þekkt Damon Albarn í áratugaraðir. Sjálfur var Albarn enn við undirbúning þegar fréttamaður okkar leit við í Hörpu í kvöld. Stöð 2/Bjarni Einarsson Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún. Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Sjá meira
Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún.
Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Sjá meira