Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum.

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Töflur og sjóveikisbönd staðalbúnaður í turni sem ruggar eins og bátur

Það er kröpp lægð á leiðinni segir Veðurstofan og þá er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vinna á efstu hæð í hæstu byggingu Íslands. Þar sitja starfsmenn á fjármálasviði Alvogen og hinir sjóveikustu hljóta að kvíða næstu dögum, því að þegar blæs almennilega, er efsta hæðin „eins og maður sé í árabát.“

Gylfi Þór fjárfestir í glænýjum bát

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur ásamt fjölskyldu sinni fjárfest í glænýjum bát, Huldu GK 17, sem smíðuð var í Hafnarfirði í bátasmiðjunni Trefjum. Báturinn er allur hinn glæsilegasti, um 29,5 brúttótonn, tæpir tólf metrar á lengd og er breiðasti bátur í öllu krókaaflamarkskerfinu.

Sjá meira