Dusterinn er kominn aftur á kreik Snorri Másson skrifar 1. júní 2021 07:01 Dacia Duster er vinsæll bíll hjá bílaleigum á Íslandi. Unsplash/Jesse Huisman Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní. Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní.
Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00
„Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03
Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“