Dusterinn er kominn aftur á kreik Snorri Másson skrifar 1. júní 2021 07:01 Dacia Duster er vinsæll bíll hjá bílaleigum á Íslandi. Unsplash/Jesse Huisman Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní. Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní.
Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00
„Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03
Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51