Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. 23.7.2024 13:45
Áskorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um menntamál Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. 23.7.2024 12:21
Kæruleysiskonan slær í gegn á samfélagsmiðlum „Mikið rosalega verður maður kærulaus í þessum hita,“ segir Aðalheiður móðir Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu gjarnan í myndbandi sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum hinnar síðarnefndu. 23.7.2024 10:23
Tvær aurskriður urðu minnst 157 að bana Tvær aurskriður sem féllu í gærmorgun og á sunnudagskvöld á Gofa-svæðinu í suðurhluta Eþíópíu urðu minnst 157 að bana. 23.7.2024 08:41
Four Tops söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir látinn Söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir, sem söng með Motown-hópnum Four Tops, er látinn 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). 23.7.2024 08:13
Réðst inn á hjúkrunarheimili móður sinnar og drap sex Karlmaður var handtekinn í bænum Daruvar í norðausturhluta Króatíu í gær eftir að hafa farið inn á hjúkrunarheimili og skotið minnst sex til bana, þar á meðal móður sína. 23.7.2024 07:45
Áfram rigning í kortunum Veðurfræðingar spá suðvestlægri átt í dag, dálítilli vætu um mest allt land og rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. 23.7.2024 07:17
Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22.7.2024 14:25
Óvænt að heyra að fólkið á LungA hafi alist upp við Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín kom fram sem síðasta atriði síðustu LungA-tónlistarhátíðarinnar sem fór fram núliðna helgi eftir langt hlé hljómsveitarinnar. Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, segir tækifærið hafa komið á hárréttum tíma og útilokar ekki að hljómsveitin komi fram að nýju. 22.7.2024 13:21
Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. 22.7.2024 11:16