Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 10:43 Versta veðrinu er spáð á Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. „Spáin hefur klárlega versnað frá því í gær. Hún leit betur út í gær, þá var ekki jafn mikill vindur í þessu og úrkoman ívið minni,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Tjaldútilegumenn vari sig Gul viðvörun tekur gildi á suðurlandi klukkan tíu á föstudagskvöld til klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Veðurfræðingar spá suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverðri rigningu. Varað er við því að tjöld geti fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Þá er varað við snörpum vindhviðum við fjöll og varasömum aðstæðum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Katrín Agla spáir besta veðrinu á Norðausturlandi, þar líti spáin ágætlega út. „Það verður einhver rigning aðfaranótt laugardags og geta orðið dálitlar skúrir seinni partinn. En það er útlit fyrir að þar verði minnsti vindurinn, yfirleitt hlýtt í veðri og bjart, hiti að tuttugu stigum.“ Besta veðrið á Norðausturlandi Hún segir versta veðrið bundið við suðvestanvert landið, en úrkoman verði að auki mikil á Suðausturlandi. „En spáin hefur versnað um allt land og svo er aðeins meiri vindur á laugardeginum sjálfum en var í gær.“ Dýpkandi lægð á Grænlandshafi nálgast landið á morgun, þá gengur í suðaustan 8-15 m/s og fer að rigna fyrri part dags og þá fer að rigna á suðvestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun verður í gildi bróðurpart föstudagskvöldsins og aðfaranótt laugardags. Veðurstofa Íslands Skil frá lægðinni gangi yfir landið annað kvöld og þá hvessir heldur syðst á landinu. Talsverð rigning verður suðaustan og sunnanlands. Þegar þau ganga yfir gengur yfir suðlægari átt, dregur úr vindi og bætur aftur í vind á vestanverðu landinu, 10-18 m/s og rigning með köflum. Á sunnudaginn verður áttin suðvestlægari og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu og dregur smám saman úr vindi og vætu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir hægan vind á mánudag. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Ferðalög Verslunarmannahelgin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
„Spáin hefur klárlega versnað frá því í gær. Hún leit betur út í gær, þá var ekki jafn mikill vindur í þessu og úrkoman ívið minni,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Tjaldútilegumenn vari sig Gul viðvörun tekur gildi á suðurlandi klukkan tíu á föstudagskvöld til klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Veðurfræðingar spá suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverðri rigningu. Varað er við því að tjöld geti fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Þá er varað við snörpum vindhviðum við fjöll og varasömum aðstæðum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Katrín Agla spáir besta veðrinu á Norðausturlandi, þar líti spáin ágætlega út. „Það verður einhver rigning aðfaranótt laugardags og geta orðið dálitlar skúrir seinni partinn. En það er útlit fyrir að þar verði minnsti vindurinn, yfirleitt hlýtt í veðri og bjart, hiti að tuttugu stigum.“ Besta veðrið á Norðausturlandi Hún segir versta veðrið bundið við suðvestanvert landið, en úrkoman verði að auki mikil á Suðausturlandi. „En spáin hefur versnað um allt land og svo er aðeins meiri vindur á laugardeginum sjálfum en var í gær.“ Dýpkandi lægð á Grænlandshafi nálgast landið á morgun, þá gengur í suðaustan 8-15 m/s og fer að rigna fyrri part dags og þá fer að rigna á suðvestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun verður í gildi bróðurpart föstudagskvöldsins og aðfaranótt laugardags. Veðurstofa Íslands Skil frá lægðinni gangi yfir landið annað kvöld og þá hvessir heldur syðst á landinu. Talsverð rigning verður suðaustan og sunnanlands. Þegar þau ganga yfir gengur yfir suðlægari átt, dregur úr vindi og bætur aftur í vind á vestanverðu landinu, 10-18 m/s og rigning með köflum. Á sunnudaginn verður áttin suðvestlægari og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu og dregur smám saman úr vindi og vætu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir hægan vind á mánudag.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Ferðalög Verslunarmannahelgin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira