Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, stærstu sjónvarpsverðlauna Hollywood, voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir Severance hlutu flestar tilnefningar, 27 talsins. 15.7.2025 16:47
Enn rís land í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. 15.7.2025 15:47
Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Júlía Navalní, ekkja Alexei Navalní pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, biðlar til ítalskra stjórnvalda að aflýsa tónleikum leiddum af rússneskum hljómsveitarstjórnanda sem er sagður nátengdur Pútín. 15.7.2025 15:20
Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði er á leið til Ísafjarðar með fótbrotinn göngumann sem sóttur var í Hornvík á Hornströndum í morgun. 15.7.2025 13:51
Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. 15.7.2025 12:16
Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír segja beitingu forseta Alþingis á 71. grein þingskapalaga alvarlegan trúnaðarbrest milli stjórnarandstöðunnar og forseta. 14.7.2025 16:39
Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 14.7.2025 16:05
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. 14.7.2025 14:16
Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. 14.7.2025 13:41
Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. 14.7.2025 12:18