Innlent

Lög­regla lokaði áfengissölustað

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fjórir gistu fangageymslur í nótt en 79 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Fjórir gistu fangageymslur í nótt en 79 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði útsölustað áfengis í nótt vegna brots á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en fram kemur að staðurinn sé á starfssvæði lögreglustöðvar þrjú, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. 

Ekki liggur fyrir um hvaða sölustað ræðir en greint var frá því á öðrum degi jóla að lögregla hefði lokað afhendingarstöðvum Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar þar sem áfengissala er óheimil á hátíðardögum. Báðar verslanirnar eru með afhendingarstaði í Kópavogi.

Í dagbók lögreglu kemur fram að í Reykjavík hafi tveir menn verið handteknir fyrir að vera með hníf í fórum sínum á almannafæri. Einn var handtekinn grunaður um meiri háttar líkamsárás. Sá var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ handtók tvær konur fyrir að stjórna hestum undir áhrifum áfengis. Önnur þeirra var flutt á slysadeild eftir að hafa slasast við iðjuna. 

Á sömu starfsstöð var einn kærður fyrir að aka bíl með barn innanborðs sem var ekki spennt í öryggisbelti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×