Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár

Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019.

Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum

Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist.

Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu

Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn.

Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir.

Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum

Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá.

Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“

Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt.

„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“

Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði.

Stefna á að klára varnargarðana á morgun

Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun.

Sjá meira