Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um átökin á Gasasvæðinu og um viðbrögð stjórnvalda við hörmungunum.

Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum

Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best.

Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu

Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi.

Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar.

Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki

Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð.

„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“

Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet.

Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar

Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu.

Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag

Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag.

Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis

Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum.

Hands­hófs­kennd­ar ból­u­setn­ing­ar skoð­að­ar nán­ar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu.

Sjá meira