Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Brjóstaskimunin varð lífsbjörg

Kona sem lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk fertug líklega hafa bjargað lífi sínu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að heyra af ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að búið er að tryggja bóluefni fyrir alla þjóðina og rúmlega það, eða fyrir 660 þúsund manns. Þá verður rætt við prófessor í ónæmisfræði sem furðar sig á því að stjórnvöld skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni. Hann telur að annars hefði verið hægt að bólusetja alla þjóðina og mynda hjarðónæmi á skömmum tíma.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Um er að ræða sjöttu alvarlegu tilkynninguna sem stofnunin fær í kjölfar bólusetninga. Við ræðum við forstjóra Lyfjastofnunar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem segir sambærilegar tilkynningar hafa komið upp í nágrannalöndum.

Réðust á og rændu skutlara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja aðila sem grunaðir eru um að hafa ráðist á og rænt svokallaðan skutlara í Hafnarfirði í nótt.

„Hér er snarvitlaust veður“

Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað.

Ekkert ferða­veður á Austur­landi í dag

Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti.

Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik

Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót.

Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri

Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum.

Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild

Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst.

Sjá meira