Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27.12.2020 19:00
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27.12.2020 18:35
Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. 27.12.2020 12:18
Píratar vilja minnihlutastjórn VG og Framsóknar og kosningar í vor Píratar segjast tilbúnir til að styðja minnihluta stjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segjast með þessu vera að rétta fram sáttarhönd í kjölfarið á meintum sóttvarnarbrotum fjármálaráðherra. 26.12.2020 18:31
Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26.12.2020 18:28
Hvítá að komast í eðlilegt horf Hvítá í Borgarfirði er að komast í samt horf eftir mikið flóð síðustu daga. Áin flæddi yfir veginn að Hvítárbakka í gær og talið er að töluverðar skemmdir hafi orðið á veginum. Ekki hefur orðið tjón á húsum. 26.12.2020 13:25
Úrkomu spáð á Seyðisfirði og ekki hægt að fara í neinar afléttingar strax Ekki verður farið í frekari tilslakanir á rýmingum á Seyðisfirði á morgun líkt og vonir stóðu til að hægt yrði að gera. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út á Austurlandi þar sem töluverðri úrkomu er spáð. Þó er ekki ástæða til að hafa áhyggjur, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. 26.12.2020 13:01
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26.12.2020 12:46
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25.12.2020 16:11
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25.12.2020 15:50
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent