Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 12:18 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. „Þeir eru auðvitað að halda þessu máli gangandi að einhverju leyti og svona reyna að komast inn í það með sínum hætti. En maður sér ekki að þetta sé tilboð sem er sett fram með væntingum um að því sé endilega tekið svona eins og það er lagt fram. Það efast ég nú um þannig að þetta er svona pólitískt útspil,“ segir Eiríkur. Píratar lýstu því yfir í gær að þeir myndu styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segja að um sé að ræða sáttarhönd í kjölfar þess að fjármálaráðherra mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, en flokkurinn hefur farið fram á afsögn ráðherrans vegna málsins. Aðspurður hvað Píratar hafa upp úr því að leggja fram slíkt tilboð segir hann að flokkurinn sé að minna á sig nú þegar styttist í kosningar. „Þeir halda málinu vakandi og þeir svona stilla sjálfum sér fram sem ákveðnum valkosti í aðdraganda kosninga og minna fólk á stöðu sína á þinginu með þessu þannig að þeir fá heilmargt pólitískt út úr umræðunni um svona mál.“ Tilboðið sé nokkuð óraunhæft. „Auðvitað er líka kannski einhvers konar veik von um að það sé hægt að fella þessa ríkisstjórn þó svo það sé í sjálfu sér ekkert í spilunum sem bendir til þess að það sé sérstaklega raunhæft akkúrat á þessari stundu,“ segir Eiríkur. Hann segir ekkert benda til þess að VG og Framsókn samþykki tilboðið. „Nei, það er ekkert í augnablikinu sem bendir til þess að þeir myndu samþykkja þetta og forsætisráðherra hefur þannig lagað gefið út að hún sé tilbúin til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram fram að kosningum í haust,“ segir Eiríkur. „Ég myndi túlka þetta fyrst og fremst sem pólitískt útspil fyrir umræðuna frekar heldur en að því sé ætla að velta stjórninni.“ Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Þeir eru auðvitað að halda þessu máli gangandi að einhverju leyti og svona reyna að komast inn í það með sínum hætti. En maður sér ekki að þetta sé tilboð sem er sett fram með væntingum um að því sé endilega tekið svona eins og það er lagt fram. Það efast ég nú um þannig að þetta er svona pólitískt útspil,“ segir Eiríkur. Píratar lýstu því yfir í gær að þeir myndu styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segja að um sé að ræða sáttarhönd í kjölfar þess að fjármálaráðherra mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, en flokkurinn hefur farið fram á afsögn ráðherrans vegna málsins. Aðspurður hvað Píratar hafa upp úr því að leggja fram slíkt tilboð segir hann að flokkurinn sé að minna á sig nú þegar styttist í kosningar. „Þeir halda málinu vakandi og þeir svona stilla sjálfum sér fram sem ákveðnum valkosti í aðdraganda kosninga og minna fólk á stöðu sína á þinginu með þessu þannig að þeir fá heilmargt pólitískt út úr umræðunni um svona mál.“ Tilboðið sé nokkuð óraunhæft. „Auðvitað er líka kannski einhvers konar veik von um að það sé hægt að fella þessa ríkisstjórn þó svo það sé í sjálfu sér ekkert í spilunum sem bendir til þess að það sé sérstaklega raunhæft akkúrat á þessari stundu,“ segir Eiríkur. Hann segir ekkert benda til þess að VG og Framsókn samþykki tilboðið. „Nei, það er ekkert í augnablikinu sem bendir til þess að þeir myndu samþykkja þetta og forsætisráðherra hefur þannig lagað gefið út að hún sé tilbúin til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram fram að kosningum í haust,“ segir Eiríkur. „Ég myndi túlka þetta fyrst og fremst sem pólitískt útspil fyrir umræðuna frekar heldur en að því sé ætla að velta stjórninni.“
Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27