Úrkomu spáð á Seyðisfirði og ekki hægt að fara í neinar afléttingar strax Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2020 13:01 Veðurspáin er verri en gert var ráð fyrir og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Austurland. Búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði. Vísir/Vilhelm Ekki verður farið í frekari tilslakanir á rýmingum á Seyðisfirði á morgun líkt og vonir stóðu til að hægt yrði að gera. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út á Austurlandi þar sem töluverðri úrkomu er spáð. Þó er ekki ástæða til að hafa áhyggjur, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum bara að horfa til þess að vegna breyttrar veðurspár þá erum við ekki að fara í neinar aðgerðir á morgun sem var svona mögulega í farvatninu en það bíður til mánudags,“ segir Björn, en búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði. „Það er ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en veðurspáin varðandi morgundaginn er þannig að það er ekki skynsamlegt að vera á ferðinni á milli svæða eins og á Fjarðarheiðinni sem slíkri. Þannig að það er ekki ástæða til þess að fara og ekki skynsamlegt að fara í hreinsunarframkvæmdir á morgun.“ Hann segir að stöðufundir séu teknir reglulega með öllum helstu viðbragðaðilum og að grannt sé fylgst með stöðu mála. Fólk er hvatt til að halda sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. „Við mælumst bara til að við höldum okkur bara heima og teygjum kannski aðeins á jólunum, fram á mánudag.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15 Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13 Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22. desember 2020 12:18 „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
„Við erum bara að horfa til þess að vegna breyttrar veðurspár þá erum við ekki að fara í neinar aðgerðir á morgun sem var svona mögulega í farvatninu en það bíður til mánudags,“ segir Björn, en búist er við norðanstormi og töluverðri úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði. „Það er ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en veðurspáin varðandi morgundaginn er þannig að það er ekki skynsamlegt að vera á ferðinni á milli svæða eins og á Fjarðarheiðinni sem slíkri. Þannig að það er ekki ástæða til þess að fara og ekki skynsamlegt að fara í hreinsunarframkvæmdir á morgun.“ Hann segir að stöðufundir séu teknir reglulega með öllum helstu viðbragðaðilum og að grannt sé fylgst með stöðu mála. Fólk er hvatt til að halda sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. „Við mælumst bara til að við höldum okkur bara heima og teygjum kannski aðeins á jólunum, fram á mánudag.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15 Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13 Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22. desember 2020 12:18 „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15
Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13
Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22. desember 2020 12:18
„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00