Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. 22.1.2021 07:58
Gular viðvaranir vegna norðanhríðar: Skafrenningur, lítið skyggni og snjóflóðahætta Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna norðanhríðar á norður- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi klukkan níu nú fyrir hádegi og gilda til miðnættis annað kvöld. Þær gilda í eftirfarandi landshlutum: 22.1.2021 07:15
Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. 22.1.2021 06:58
Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21.1.2021 11:58
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21.1.2021 11:08
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21.1.2021 08:38
Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði í gegnum Airbnb Þingvallanefnd hefur ákveðið að bannað verði að leigja út sumarbústaði sem eru í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum í gegnum Airbnb eða aðrar sambærilegar leigur. Nefndin samþykkti að slíkt ákvæði færi inn í lóðaleigusamninga á fundi í desember. Ákvæðið gildir til næstu tíu ára. 21.1.2021 06:59
Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21.1.2021 06:26
Segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Trumps sem algjört frávik Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem algjört frávik. Hann hafi sprottið úr jarðvegi sem hafi orðið til jafnt og þétt í Bandaríkjunum allt frá árinu 1970 þegar íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var. 20.1.2021 12:35
Líðan mannsins eftir atvikum góð Líðan mannsins sem lifði af bílslysið í Skötufirði á laugardag er eftir atvikum góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 20.1.2021 11:19