Dregur úr trúverðugleika seðlabankans Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. 4.4.2019 11:55
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. 3.4.2019 01:01
Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2.4.2019 15:56
Óumflýjanlegt að flugfargjöld hækki Óumflýjanlegt er að flugfargjöld muni hækka nokkuð á næstunni en WOW air hefur reynst lykilþáttur í að halda niðri verðinu að sögn hagfræðings. Framkvæmdastjóri Dohop segir flest félög búin að leggja upp leiðarkerfin í sumar og þeim geti reynst erfitt að breyta með stuttum fyrirvara. Kyrrsettar Boeing vélar gera stöðuna enn verri. 1.4.2019 19:00
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23.3.2019 20:15
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11.3.2019 13:25
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6.3.2019 14:44
Landsmenn borða hátt í milljón bollur Annasamasti dagur ársins hjá bökurum er í dag þar sem landsmenn úða í sig bollum í tilefni bolludagsins. Að sögn bakara er klassísk vatnsdeigsbolla með sultu og rjóma alltaf vinsælust. 4.3.2019 20:30
Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. 4.3.2019 20:00
Bjórinn 30 ára: „Megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni“ Þrjátíu ár er síðan bjórbanninu var aflétt hér á landi. 1.3.2019 21:00