Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. 30.8.2018 20:00
Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. 29.8.2018 12:30
„Ekkert sem gefur til kynna að hér sé gangbraut“ Foreldrar stúlku sem varð fyrir bíl á gangbraut í Grafarholti gagnrýna skort á merkingum við götuna. Engin leið sé fyrir ökumenn að átta sig á því að gangandi vegfarendur eigi leið þar yfir. 24.8.2018 20:00
„Þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna“ Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. 24.8.2018 19:30
Misstu aleiguna og hundinn í bruna út frá spjaldtölvu Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. 22.8.2018 20:00
Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14.7.2018 20:08
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4.7.2018 20:00
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1.7.2018 19:56
Dómar Landsréttar munu teljast bindandi Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum. 30.6.2018 22:45
Formennirnir ræddu breytingar á fimm ákvæðum stjórnarskrárinnar Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. 30.6.2018 13:51