Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 19:15 Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta. Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta.
Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira