Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. 8.11.2019 19:30
Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag 8.11.2019 18:30
Vitund þjóðarinnar að illa hafi verið farið með fólk Erla Bolladóttir hefur stefnt íslenska ríkinu og vill að mál sitt verði tekið upp að nýju. Hún sér fram á kostnaðarsöm réttarhöld og stefnir á hópfjármögnun. 7.11.2019 19:30
Alvarlegum slysum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós voru sett upp Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. 3.11.2019 21:00
Breytingar í löggæslu kynntar í þessum mánuði Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar snúa að yfirmönnum og fela óhjákvæmilega í sér einhverjar hagræðingar. Þetta segir dómsmálaráðherra. Þess fyrir utan ættu almenn störf ekki að ekki að tapast. 1.11.2019 21:47
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1.11.2019 17:47
Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. 30.10.2019 20:00
Veita útigangskisum mat og skjól Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. 30.10.2019 19:30
Má reikna með fleiri uppsögnum Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. 30.10.2019 12:17
Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28.10.2019 19:04