„Þvílíkur fílingur bara“ Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona og verðbréfamiðlari, birti í dag mynd af sér ásamt knattspyrnukempunni Eiði Smára Guðjohnsen í hringrásinni á Instagram. Þetta er fyrsta myndin sem Halla birtir opinberlega af þeim saman. 4.7.2025 13:50
Rósa og Hersir orðin foreldrar Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eignuðust dreng þann 30. júní síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. 4.7.2025 12:57
Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna. 4.7.2025 11:13
„Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ „Ég hef einstakan sannfæringarkraft – ég get sannfært ótrúlegustu manneskjur um allskonar hluti,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnardóttir, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School, kímin þegar hún er spurð hvort hún búi yfir einhverjum leyndum hæfileikum. 4.7.2025 09:01
Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða „Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum. 3.7.2025 20:00
Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna. 3.7.2025 13:26
Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Anna Guðný Ingvarsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair og ofurskvísa, hefur fundið ástina í örmum Guðmundar Smára Þorvaldssonar, vörustjóra hjá Adsum og kraftlyftingamanni. 3.7.2025 10:50
Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins, Ármót við Hvolsvöll, hefur verið auglýst til sölu. Hafliði Þórður Halldórsson, tamningamaður og reiðkennari, er eigandi búsins sem er á 490 hektara landi. Ásett verð er 1,3 milljarðar króna. 2.7.2025 14:13
Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum. 2.7.2025 13:13
Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, og kærasti hennar Halldór Karlsson fatahönnuður, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Kolbrún Kría. Frá þessu greinir parið í færslu á samfélagsmiðlum. 2.7.2025 10:12