„Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2025 08:09 Regína Lea er keppandi í Ungfrú Ísland Teen. „Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir ungfrú Akranes og nemi. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Regína Lea Ólafsdóttir. Aldur: 19 ára. Starf eða skóli: Ég er í námi í Fjölbrautaskóla Vesturlands og vinn í Einarsbúð með skóla, auk þess sem ég vinn í Huppi aðra hverja helgi. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, þrautseig og heiðarleg. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég fór í skiptinám til Brasilíu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma og pabbi hafa alltaf gefið vel af sér og sýnt mér hversu mikilvægt það er að koma vel fram við aðra. Þau hafa einnig hvatt mig til að gera allt það sem mig langar. Hvað hefur mótað þig mest? Bæði fjölskylda og vinir, ásamt alls konar lífsreynslu sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Mín mesta áskorun var tímabil þegar ég hugsaði of mikið um skoðanir annarra á mér og byrjaði að bera mig saman við aðra. Þetta tímabil hafði neikvæð áhrif á andlega líðan mína, en ég komst í gegnum það með því að einblína á það sem gerir mig hamingjusama, það sem ég vil, en ekki það sem ég held að aðrir búist við af mér. Við eigum bara eitt líf og ætla því að lifa því eins og ég vil í stað þess að reyna að þóknast öðrum. Hverju ertu stoltust af? Ég er virkilega stolt af því að hafa aldrei gefist upp á því að elta drauminn minn, sem er að fá að taka þátt í þessu mögnuðu ferli. Ég er líka stolt af því að hafa lært að standa með sjálfri mér og leyfa skoðunum annarra ekki að hafa áhrif á mig. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fjölskyldan og vinirnir mínir. Þau eru alltaf til staðar fyrir mig og ég er ótrúlega heppin með það. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst best að tala við einhvern um það eða skrifa hugsanir mínar á blað til að losna aðeins við þær. Síðan finnst mér líka gott að taka nokkrar öndunaræfingar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að leyfa skoðunum annarra ekki að hafa áhrif á það sem ég vil gera og að koma fram við aðra eins og ég vil að sé komið fram við mig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ábyggilega þegar ég fór inn í vitlausan tíma og fattaði það eftir góðar tíu mínútur þegar kennarinn byrjaði að spyrja hvort ég væri í þessum tíma. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður, væri ekkert smá til í að vera með! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk er kurteist og trúir á sjálft sig. En óheillandi? Þegar fólk er dónalegt og kemur illa fram við aðra. Hver er þinn helsti ótti? Að ná ekki að ferðast nóg, mig langar svo að reyna að fara til sem flestra landa í heiminum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Að hafa ferðast víða, vonandi búna með háskólanám og mögulega byrja að stofna fjölskyldu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Ég kann smá portúgölsku eftir að hafa verið í skiptinámi, og síðan lærði ég dönsku og spænsku í skóla. Ég gæti reddað mér á þeim tungumálum, en myndi ekki segja að ég tali þau vel. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég elska grjónagraut – sérstaklega þann sem amma mín býr til! Hvaða lag tekur þú í karókí? Don’t Stop Believin’ – Journey. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt marga fræga, en ætli það sé ekki Guðni Th. Jóhannesson. Hvort kýst þú að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, þar sem mér finnst það bæði persónulegra og skemmtilegra. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja sjö milljónir í sparnað fyrir framtíðina, gefa 1,5 milljónir til góðgerðarsamtaka og nota 1,5 milljónir í draumaferðalag, jafnvel heimsreisu! Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef séð stelpur sem tóku þátt í Ungfrú Ísland blómstra í því ferlinu og mig hefur alltaf langað að elta þann draum. Ég sótti um og keppti í Ungfrú Ísland 2025, og áttaði mig á því hversu gríðarlega gefandi og hvetjandi þetta ferli er. Á einu ári hef ég vaxið mikið sem manneskja. Þegar ég heyrði af Teen-keppninni vissi ég strax að ég yrði að sækja um, mér fannst þetta einstakt tækifæri fyrir okkur sem viljum vaxa, þroskast og stíga út fyrir þægindarammann. Teen-ferlið hefur verið algjör draumur og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ekkert smá mikið! Ég hef lært að treysta á sjálfa mig, standa með sjálfri mér og bera mig betur. Ég hef líka eignast frábærar vinkonur. Hvaða samfélagslegu málefni brennur þú fyrir? Að treysta á sjálfan sig og láta ekki skoðanir annarra hafa áhrif á hvað maður vill gera. Hvaða kostum þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Til að vera Ungfrú Ísland Teen þarf maður að bera virðingu fyrir öllum, vera opin og tilbúin að kynnast nýju fólki. Hún þarf að vera jákvæð, þrautseig og góð fyrirmynd og nota rödd sína fyrir þá sem þora því ekki enn. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því því ég vil nota mína rödd fyrir þá sem geta það ekki. Ungfrú Ísland Teen tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum og þarf að vera jákvæð, opin og tilbúin að kynnast nýju fólki, eiginleikar sem ég tel mig hafa. Ég vil einnig vera fyrirmynd fyrir aðrar stelpur, hvetja þær til að fylgja eigin draumum, láta ekki skoðanir annarra stoppa sig og trúa á sjálfar sig. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar frábærar á okkar hátt, en það sem greinir mig frá öðrum er hversu jákvæð ég er. Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst. Margir eru hræddir við að stíga út fyrir þægindarammann af ótta við að aðrir geri grín að þeim fyrir að vera þeir sjálfir. Skoðanir annarra eru bara skoðanir þær skilgreina þig ekki sem manneskju. Það er mikilvægt að treysta á sjálfan sig, gera það sem manni finnst skemmtilegt og læra að hunsa neikvæðar raddir. Og hvernig mætti leysa það? Með því að sýna fólki að það má ekki láta slíkar hugsanir stoppa sig. Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt, trúðu á sjálfan þig og vertu þú sjálf/ur – það er fallegasta útgáfan af þér. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það var kannski þannig áður, en í dag er það alls ekki svo! Nú er fyrst og fremst horft á hvernig við berum okkur sem manneskjur. Við stelpurnar í ár erum allar ólíkar, bæði í útliti og persónuleika, og það er einmitt það sem gerir þetta ferli svo skemmtilegt og fjölbreytt. Þegar valið er fulltrúi er það gert út frá persónuleika, framkomu og innri styrk.Auðvitað má hver og einn hafa sína skoðun, en mér finnst mikilvægt að fræða fólk um þær jákvæðu breytingar sem hafa átt sér stað í fegurðarsamkeppnum í dag. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. 2. október 2025 10:02 Leið yfir hana umkringd nöktum konum „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 30. september 2025 17:01 Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Regína Lea Ólafsdóttir. Aldur: 19 ára. Starf eða skóli: Ég er í námi í Fjölbrautaskóla Vesturlands og vinn í Einarsbúð með skóla, auk þess sem ég vinn í Huppi aðra hverja helgi. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, þrautseig og heiðarleg. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég fór í skiptinám til Brasilíu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma og pabbi hafa alltaf gefið vel af sér og sýnt mér hversu mikilvægt það er að koma vel fram við aðra. Þau hafa einnig hvatt mig til að gera allt það sem mig langar. Hvað hefur mótað þig mest? Bæði fjölskylda og vinir, ásamt alls konar lífsreynslu sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Mín mesta áskorun var tímabil þegar ég hugsaði of mikið um skoðanir annarra á mér og byrjaði að bera mig saman við aðra. Þetta tímabil hafði neikvæð áhrif á andlega líðan mína, en ég komst í gegnum það með því að einblína á það sem gerir mig hamingjusama, það sem ég vil, en ekki það sem ég held að aðrir búist við af mér. Við eigum bara eitt líf og ætla því að lifa því eins og ég vil í stað þess að reyna að þóknast öðrum. Hverju ertu stoltust af? Ég er virkilega stolt af því að hafa aldrei gefist upp á því að elta drauminn minn, sem er að fá að taka þátt í þessu mögnuðu ferli. Ég er líka stolt af því að hafa lært að standa með sjálfri mér og leyfa skoðunum annarra ekki að hafa áhrif á mig. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fjölskyldan og vinirnir mínir. Þau eru alltaf til staðar fyrir mig og ég er ótrúlega heppin með það. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst best að tala við einhvern um það eða skrifa hugsanir mínar á blað til að losna aðeins við þær. Síðan finnst mér líka gott að taka nokkrar öndunaræfingar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að leyfa skoðunum annarra ekki að hafa áhrif á það sem ég vil gera og að koma fram við aðra eins og ég vil að sé komið fram við mig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ábyggilega þegar ég fór inn í vitlausan tíma og fattaði það eftir góðar tíu mínútur þegar kennarinn byrjaði að spyrja hvort ég væri í þessum tíma. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður, væri ekkert smá til í að vera með! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk er kurteist og trúir á sjálft sig. En óheillandi? Þegar fólk er dónalegt og kemur illa fram við aðra. Hver er þinn helsti ótti? Að ná ekki að ferðast nóg, mig langar svo að reyna að fara til sem flestra landa í heiminum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Að hafa ferðast víða, vonandi búna með háskólanám og mögulega byrja að stofna fjölskyldu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Ég kann smá portúgölsku eftir að hafa verið í skiptinámi, og síðan lærði ég dönsku og spænsku í skóla. Ég gæti reddað mér á þeim tungumálum, en myndi ekki segja að ég tali þau vel. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég elska grjónagraut – sérstaklega þann sem amma mín býr til! Hvaða lag tekur þú í karókí? Don’t Stop Believin’ – Journey. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt marga fræga, en ætli það sé ekki Guðni Th. Jóhannesson. Hvort kýst þú að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, þar sem mér finnst það bæði persónulegra og skemmtilegra. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi setja sjö milljónir í sparnað fyrir framtíðina, gefa 1,5 milljónir til góðgerðarsamtaka og nota 1,5 milljónir í draumaferðalag, jafnvel heimsreisu! Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef séð stelpur sem tóku þátt í Ungfrú Ísland blómstra í því ferlinu og mig hefur alltaf langað að elta þann draum. Ég sótti um og keppti í Ungfrú Ísland 2025, og áttaði mig á því hversu gríðarlega gefandi og hvetjandi þetta ferli er. Á einu ári hef ég vaxið mikið sem manneskja. Þegar ég heyrði af Teen-keppninni vissi ég strax að ég yrði að sækja um, mér fannst þetta einstakt tækifæri fyrir okkur sem viljum vaxa, þroskast og stíga út fyrir þægindarammann. Teen-ferlið hefur verið algjör draumur og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ekkert smá mikið! Ég hef lært að treysta á sjálfa mig, standa með sjálfri mér og bera mig betur. Ég hef líka eignast frábærar vinkonur. Hvaða samfélagslegu málefni brennur þú fyrir? Að treysta á sjálfan sig og láta ekki skoðanir annarra hafa áhrif á hvað maður vill gera. Hvaða kostum þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Til að vera Ungfrú Ísland Teen þarf maður að bera virðingu fyrir öllum, vera opin og tilbúin að kynnast nýju fólki. Hún þarf að vera jákvæð, þrautseig og góð fyrirmynd og nota rödd sína fyrir þá sem þora því ekki enn. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því því ég vil nota mína rödd fyrir þá sem geta það ekki. Ungfrú Ísland Teen tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum og þarf að vera jákvæð, opin og tilbúin að kynnast nýju fólki, eiginleikar sem ég tel mig hafa. Ég vil einnig vera fyrirmynd fyrir aðrar stelpur, hvetja þær til að fylgja eigin draumum, láta ekki skoðanir annarra stoppa sig og trúa á sjálfar sig. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar frábærar á okkar hátt, en það sem greinir mig frá öðrum er hversu jákvæð ég er. Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst. Margir eru hræddir við að stíga út fyrir þægindarammann af ótta við að aðrir geri grín að þeim fyrir að vera þeir sjálfir. Skoðanir annarra eru bara skoðanir þær skilgreina þig ekki sem manneskju. Það er mikilvægt að treysta á sjálfan sig, gera það sem manni finnst skemmtilegt og læra að hunsa neikvæðar raddir. Og hvernig mætti leysa það? Með því að sýna fólki að það má ekki láta slíkar hugsanir stoppa sig. Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt, trúðu á sjálfan þig og vertu þú sjálf/ur – það er fallegasta útgáfan af þér. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það var kannski þannig áður, en í dag er það alls ekki svo! Nú er fyrst og fremst horft á hvernig við berum okkur sem manneskjur. Við stelpurnar í ár erum allar ólíkar, bæði í útliti og persónuleika, og það er einmitt það sem gerir þetta ferli svo skemmtilegt og fjölbreytt. Þegar valið er fulltrúi er það gert út frá persónuleika, framkomu og innri styrk.Auðvitað má hver og einn hafa sína skoðun, en mér finnst mikilvægt að fræða fólk um þær jákvæðu breytingar sem hafa átt sér stað í fegurðarsamkeppnum í dag.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. 2. október 2025 10:02 Leið yfir hana umkringd nöktum konum „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 30. september 2025 17:01 Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
„Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. 2. október 2025 10:02
Leið yfir hana umkringd nöktum konum „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 30. september 2025 17:01
Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59