Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3.3.2025 09:02
Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. 2.3.2025 20:01
Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Nemendur Verzlunarskóla Íslands frumsýndu söngleikinn Stjarnanna borg fyrir fullum sal síðastliðið mánudagskvöld. Verkið er byggt á dans og söngvamynd frá 2016 þar sem Ryan Gosling og Emma Stone fara með aðalhlutverk. 1.3.2025 20:02
Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Fjöllistamaðurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa fest kaup á reisulegu einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirðinum. Hjónin greiddu 126 milljónir fyrir eignina. 28.2.2025 14:01
Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum af Alheimsdrauminum í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar en áhorfendur grétu hreinlega úr hlátri í rúman klukkutíma. 27.2.2025 20:02
Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið. 27.2.2025 16:41
Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina. 27.2.2025 13:31
Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október. 27.2.2025 09:28
Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. 27.2.2025 07:03
Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýverið upp á sjö ára afmæli dóttur sinnar og Kanye West, Chicago West, með glæsilegri veislu í kúrekaþema. Kim deildi áður óséðum myndum frá veislunni með fylgjendum sínum á Instagram. 26.2.2025 16:01