Lífið

Langömmulán hjá Eddu Björg­vins

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Edda Björgvinsdóttir leikkona segir mikilvægt að tryggja góða þjónustu fyrir börn sem upplifa missi og sorg.
Edda Björgvinsdóttir leikkona segir mikilvægt að tryggja góða þjónustu fyrir börn sem upplifa missi og sorg. Vísir/Vilhelm

Leikkonan ástsæla, Edda Björgvinsdóttir, eignaðist langömmubarn fyrr í sumar. Dótturdóttir hennar, Sara Ísabella Guðmundsdóttir, eignaðist stúlku 24. júní ásamt kærasta sínum, Aðalsteini Leifi Maríusyni. Edda segir Gísla Rúnar vaka yfir englinum nýja.

Sara Ísabella er dóttir Evu Daggar Sigurgeirsdóttur, markaðsstjóra Regus og elstu dóttur Eddu.

Edda greindi frá gleðitíðindunum á Facebook í lok júlí og birti mynd af litlu stúlkunni. Hún tileinkaði færsluna einnig fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum og rithöfundinum Gísla Rúnari Jónassyni, sem lést árið 2020.

Sjá: „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“

„Í dag er ég sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að deila svona miklum fjölskyldukærleika með þér elsku Gísli Rúnar öll þessi ár sem við áttum saman. Einhversstaðar ertu núna að fylgjast með okkur og ég veit að þú vakir yfir þessum nýja engli,“ skrifaði Edda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.