Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Hin 21 árs gamla Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025 þann 14. september síðastliðinn í Sirkussalnum í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1992 sem fulltrúi Grænlands er krýndur í fegurðarsamkeppni á alþjóðavettvangi. 23.9.2025 14:18
Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar. 23.9.2025 12:50
Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Þegar ég var síðast í sambandi, fyrir tuttugu árum, upplifði ég mikla ástarsorg. Ég hugsaði að ég gæti ekki gengið í gegnum þetta aftur. Ég upplifði svona sjálfheldu—ég gat hvorki verið án kærustunnar né verið með henni. Þetta bjó til rosalega djúpt sár hjá mér, svo þurfti ég bara að face-a þetta sár. Ég var bara hræddur við mínar eigin tilfinningar,“ segir Helgi Jean Classen, hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur. 23.9.2025 09:12
„Það jafnast enginn á við þig“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður bandaríska félagsins Angel City, sendi kærasta sínum Rob Holding, varnarmanni Colorado Rapids, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni 30 ára afmælis hans þann 20. september síðastliðinn. 22.9.2025 13:00
Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi. 22.9.2025 09:34
Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Þegar dagurinn er á enda getur verið erfitt að finna út hvað eigi að hafa í matinn, ekki síst þegar tíminn er naumur og krakkarnir orðnir svangir eftir langan dag. Hér eru fjórar uppskriftir sem eru bæði fljótlegar, ljúffengar og barnvænar, allar tilbúnar á innan við 20 mínútum. 22.9.2025 08:34
Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri „Við reynum að daðra mikið við hvort annað og hlæjum mikið saman. Mér finnst til dæmis fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri eins og í Ikea eða Smáralindinni. Þá verður hann alveg extra vandræðanlegur sem gleður mig mikið,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, spurð hvernig hún viðhaldi neistanum í sambandinu. 21.9.2025 20:00
Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Við Giljaland í Fossvogi er að finna vel skipulagt og mikið endurnýjað um 225 fermetra endaraðhús á fjórum pöllum sem var byggt árið 1968. Ásett verð er 189 milljónir. 19.9.2025 14:41
Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust dreng þann 9. september síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram. 19.9.2025 12:38
Emilíana Torrini fann ástina Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu. 19.9.2025 11:05