Blaðamaður

Þórður Gunnarsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur virði Ölgerðarinnar þriðjungi yfir markaðsverði

Hlutabréf Ölgerðarinnar eru undirverðlögð á markaði ef marka má nýtt verðmat Jakobsson Capital. Aukin framlegð mitt í hrávöruverðshækkunum er helst talin skýrast af stóraukinni sölu og hótela og veitingastaða.

Ísa­­fold fjár­­magnar þriðja sjóðinn og slítur þeim fyrsta

Meðaltalsávöxtun lánasjóðsins MF1, sem er í rekstri Ísafold Capital Partners, stefnir í 10,3 prósent á ári frá stofnun við árslok 2015 og fram á vormánuði, þegar sjóðnum verður slitið. Fjármögnun á þriðja sjóði félagsins var nýverið lokið fyrir samtals 7,4 milljarða króna.

Verð á ferskum þorski aldrei verið hærra í Noregi

Verð á ferskum þorski á norskum fiskmarkaði hefur aldrei verið hærra á þessum tíma árs, samkvæmt gögnum frá Norges Råfisklag, sölusamlagi í Noregi. Þorskverðið á íslenska markaðnum hefur hækkað um fimmtung á milli ára og útlit fyrir frekari verðhækkun.

Mest af loðnu fyrir norðan

Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Lærdómurinn frá Þýskalandi

Hið óhugsandi gerðist þegar Rússland beitti gasvopninu gegn Evrópu. Hvað ef alvöru stríðsátök, til dæmis við Persaflóa, brytust út og olíuverð hækkaði í 200 eða 300 Bandaríkjadali fyrir tunnuna? Þá verður Ísland alveg jafn berskjaldað fyrir þeim hækkunum eins og aðrir. Norðmenn munu selja á heimsmarkaðsverði eftir sem áður, eins og allir aðrir olíuframleiðendur. Við verðum ekki aftur í sömu sápukúlu og síðastliðna 12 mánuði.

Greiningar­deildir bjart­sýnni á verð­bólgu­horfur en Hagar

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs hækki í janúar, en árstaktur verðbólgunnar lækki frá því í desember. Samkvæmt spá Íslandsbanka sem birtist nú í morgunsárið mun árstaktur verðbólgunnar lækka í 9,2 prósent þegar janúarmæling Hagstofunnar verður gerð opinber. Fyrr í vikunni spáði Landsbankinn því að árstaktur verðbólgunnar lækkaði í 9,4 prósent í janúar.

Ríkið vinnur meirihluta einka­mála á sviði skatta fyrir dóm­­stólum

Ríkið ber sigur í um 65 prósent þeirra einkamála sem skattaðilar sækja fyrir dómstólum, þrátt fyrir að í öllum tilfellum hafi fyrirtækin sjálf sótt málið. Þetta kemur fram í gagnagrunni Deloitte um einkamál fyrirtækja gagnvart skattayfirvöldum sem spannar aftur til ársins 2005.

Sjá meira