Vísir formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar í desember Vísir hf. í Grindavík og dótturfélög verða formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir þriðja ársfjórðung sem var birt rétt í þessu. 24.11.2022 17:00
Sterkar vísbendingar um stóran koparfund Amaroq á Grænlandi Nýjar rannsóknir málmleitarfyrirtækisins Amaroq Minerals sviptu hulunni af málmbelti sem ber mjög svipuð einkenni og ein stærsta og verðmætasta koparnáma heims sem er staðsett í Ástralíu. 23.11.2022 16:51
Ísland ekki undanskilið hugsanlegum skorti á dísilolíu á komandi ári Íslensku olíufélögin munu næstu vikur semja um olíukaup næsta árs við erlenda birgja. Ef óvænt aukning verður í eftirspurn olíu hér á landi, til dæmis með auknum loðnukvóta eða stærra ferðamannasumri en spár gera ráð fyrir, er allsendis óöruggt að hægt verði að tryggja meira magn af eldsneyti til landsins en pantað var fyrir árið. 23.11.2022 07:01
Breyttar áherslur í rekstri Landsvirkjunar og horft til aukinna fjárfestinga Fjárfestingar Landsvirkjunar í aukinni raforkuframleiðslu munu nema meira en 100 milljörðum króna á næstu fjórum til fimm árum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Bundnar eru vonir við að Orkustofnun gefi út leyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir lok mánaðarins. Ekki er lengur stefnt að því að greiða niður skuldir í sama mæli og síðustu ár. 21.11.2022 16:00
Bændur vilja þrengri skilyrði vegna erlendrar fjárfestingar í jörðum Bændasamtök Íslands vilja að erlendri fjárfestingu í jörðum á íslenskri grundu verði þrengri skorður settar en fram koma í nýju frumvarpi til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu. 17.11.2022 16:58
Kvika annast skráningu Arctic Adventures á næsta ári Arctic Adventures hefur ráðið Kviku banka sem aðalráðgjafa sinn vegna skráningar félagsins á hlutabréfamarkað. Skráning er fyrirhuguð á síðari hluta næsta árs. Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures í samtali við Innherja. 16.11.2022 15:20
Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16.11.2022 12:31
Hækkun á fjölbýli merki um að fasteignamarkaður sé að taka við sér Hækkun á verði fjölbýlis bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé farinn að taka við sér á ný eftir snögga kælingu í sumar. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6 prósent í október samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 15.11.2022 17:00
Matsbreyting eigna Regins fimmfalt hærri en Reita á þriðja ársfjórðungi Matsbreytingar fjárfestingaeigna fasteignafélaganna Regins og Reita voru mjög mismunandi á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir að efnahagsreikningur félaganna sé sambærilegur að stærð og samsetningu. Reginn færði mat á eignum sínum upp fimmfalt meira en Reitir. 15.11.2022 12:42
Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14.11.2022 15:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent