Straumlaust á Höfðatorgi í sex tíma í gær Skammhlaup var í rafmagnstöflu í turninum við Katrínartún 2-4 klukkan 15 í gær með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í hluta hússins í um það bil sex klukkustundir. Reiknistofa bankanna og tvö greiðslumiðlunarfyrirtæki eru meðal þeirra sem eru með starfsemi í húsinu. 11.11.2022 12:47
Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella. 11.11.2022 09:28
Hraður viðsnúningur á rekstri móðurfélags Norðuráls á þriðja fjórðungi Eftir sterkan annan ársfjórðung sem litaðist af ásættanlegu orkuverði og háu álverði, hallaði undan fæti á þriðja fjórðungi hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls á Grundartanga. Félagið birti uppgjör fyrir þriðja fjórðung í vikunni. 10.11.2022 18:01
Afkoma ríkissjóðs 60 milljörðum betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum Heildarafkoma ríkissjóðs á árinu 2022 verður ríflega 60 milljörðum betri en lagt var upp með í fjárlögum yfirstandandi árs. Frumtekjur ríkissjóðs verða um 111 milljörðum hærri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir á meðan frumútgjöld eru áætluð 17,5 milljörðum hærri. 9.11.2022 15:30
Snúin staða á markaði með dísilolíu og verð gæti haldist hátt um skeið Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi gefið lítið eitt eftir að undanförnu vegna dökkra efnahagshorfa þá helst verðið á dísilolíu áfram hátt. Snúin staða ríkir á heimsmarkaði með dísilolíu af margvíslegum ástæðum. Líklegt er að þau vandamál sem steðja að bæði Bandaríkjunum og Evrópu haldi áfram inn í veturinn. 9.11.2022 07:00
Nýtt tækifæri fyrir unga frumkvöðla Í sumar var tilkynnt um stofnun Leitar Capital Partners. Félagið er rekur sérhæfðra sjóði sem mun leggja áherslu á að tengja saman efnilega einstaklinga við fjármagn og þekkingu, með það markmið að kaupa lítið eða meðalstórt fyrirtæki. 5.11.2022 12:01
Ferðamenn dvelja lengur og eyða meiru en nokkru sinni áður Þrátt fyrir að ferðaþjónustuárið hafi farið hægt af stað í kjölfar afléttinga takmarkana heimsfaraldursins víða um heim, er margt sem bendir til þess að velta í ferðaþjónustu gæti náð óþekktum hæðum á árinu 2022. 4.11.2022 07:30
Hagkerfið viðkvæmara fyrir verðsveiflum sjávarafurða en áls Hátt afurðaverð sjávarfangs á fyrstu níu mánuðum ársins tryggir að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins hefur haldist í horfinu. Verðþróun á þorski skiptir höfuðmáli fyrir útflutningstekjur Íslands og því gæti skörp, efnahagsleg niðursveifla í Bretlandi haft slæm áhrif á viðskiptajöfnuð Íslands. Hagkerfið er orðið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í álverði en áður var. 2.11.2022 07:00
Utanríkisráðherra vill grípa til aðgerða gagnvart rússneskum álframleiðendum Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, utanríkisráðherra, vill að Vesturlönd grípi til aðgerða gagnvart rússneskum áliðnaði. Um það bil helmingur evrópskar álframeiðslu hefur stöðvast vegna hækkandi raforkukostnaðar, en á sama tíma flæðir rússnesk ál inn í birgðageymslur í Evrópu. 1.11.2022 06:00
Stærsti hluthafi Century Aluminum styður ekki viðskiptabann á rússneskt ál Eigandi 46 prósent hlutafjár Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls við Grundartanga, leggst gegn því að vestræn stjórnvöld leggi viðskiptabann á rússneskt ál. Stórir álframleiðendur á heimsvísu hafa kallað eftir því að viðskipti með rússneska málma verði settar hömlur líkt og gert hefur verið með ýmsar aðrar hrávörur. 31.10.2022 10:22