Bjóða bólusettum kórónuvegabréf Danir undirbúa nú útgáfu sérstakra kórónuvegabréfa í von um að geta opnað landamærin og samfélagið á ný. 3.2.2021 19:00
Fjöldi dýra greinst með Covid-19 Fjöldi dýra hefur smitast af kórónuveirunni frá því faraldurinn braust út á síðasta ári. Rannsóknir benda til þess að eigendur geti smitað gæludýr sín. 2.2.2021 20:00
Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2.2.2021 17:32
Óttast að sjávarborð hækki hraðar en spár gera ráð fyrir Loftslagsvísindamenn við stofnun Niels Bohr við Kaupmannahafnarháskóla segjast telja að sjávarborð gæti hækkað um allt að 135 sentímetra fyrir næstu aldamót. 2.2.2021 17:24
Herinn fer enn á ný með völdin í Mjanmar Mjanmarski herinn tók völdin í landinu í nótt og setti leiðtoga ríkisins í stofufangelsi. 1.2.2021 20:01
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29.1.2021 20:00
Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. 28.1.2021 20:31
Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28.1.2021 20:00
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27.1.2021 19:01
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26.1.2021 19:01