Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Skjáskot Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33
Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04