Merki um minni óvissu en ótímabært að fagna sigri yfir verðbólgu Nýjasta verðbólgumæling Hagstofu Íslands bendir til þess að óvissan um verðbólguna sé að minnka að sögn sjóðstjóra hjá Akta en aftur á móti er ótímabært að fagna sigri í ljósi þess að verðbólguþrýstingurinn mælist á breiðari grunni en í maí. 28.6.2023 16:59
Greinendur mjög ósammála um virði skráðu fasteignafélaganna Íslenskir hlutabréfagreinendur hafa mjög ólíkar skoðanir á því hvernig meta skuli virði skráðu fasteignafélögin en himinn og haf aðskilur verðmatsgengi IFS greiningar annars vegar og Jakobsson Capital hins vegar. 28.6.2023 15:06
Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. 27.6.2023 12:11
Bakfæra 236 milljóna króna þóknanir eftir hrun í eignasafni TFII Framtakssjóðurinn TFII, sem var þangað til nýlega rekinn af dótturfélagi Íslenskra verðbréfa, tapaði 1,4 milljörðum króna í fyrra þegar tvær stærstu eignir sjóðsins hrundu í verði. Eigendur TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, komust að samkomulagi við Íslensk verðbréf um bakfærslu þóknana að fjárhæð 236 milljónir króna þegar samstarfi við sjóðastýringuna var slitið. 26.6.2023 09:25
Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23.6.2023 15:39
Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23.6.2023 12:19
Gengislækkun ISI litaði afkomu kaupfélagsins Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 1,7 milljarða króna á síðasta ári sem er lakasta afkoma samvinnufélagsins frá árinu 2016. Stærsti áhrifaþátturinn var gengislækkun Iceland Seafood International. 22.6.2023 14:08
Skatturinn tekur áskriftarréttindi Kviku til skoðunar Skattayfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort skattleggja eigi áskriftarréttindi í Kviku, sem voru seld starfsmönnum fjármálafyrirtækisins á árunum 2017 til 2019, sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Niðurstaða í málinu mun varða tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað, og leiðréttingin á skattgreiðslum gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. 21.6.2023 10:16
Austurhöfn seldi fasteignir fyrir ríflega 16 milljarða Félagið Austurhöfn, sem hélt utan uppbyggingu og sölu fasteigna á Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur, seldi fasteignir fyrir ríflega 16 milljarða króna á síðustu þremur árum en í nýbirtum ársreikningi félagsins kemur fram að sölunni hafi að mestu verið lokið síðustu áramót. 19.6.2023 12:40
Verðmatið á Regin áfram langt yfir markaðsgengi Nýjasta verðmat Jakobsson Capital á fasteignafélaginu Reginn hljóðar upp á 38,6 krónur á hlut sem er 58 prósentum yfir markaðsgengi félagsins í dag. Ef samruni Regins og Eikar gengur í gegn myndi verðmatið hækka í allt að 41 krónu vegna samlegðaráhrifa og þá á eftir að taka mögulegan söluhagnað á fasteignum með í reikninginn. 15.6.2023 12:53