Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sidekick íhugar að fá innlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn

Heilsutæknifyrirtækið Sidekick Health, sem hefur nýlega lokið umfangsmikilli fjármögnunarumferð sem var leidd af erlendum vísissjóðum, hefur til skoðunar að fá innlenda fjárfestum inn í hluthafahópinn á næstunni samkvæmt heimildum Innherja. 

Lands­bankinn vill keppa við Salt­Pay og Ra­pyd í greiðslu­miðlun

Landsbankinn vinnur markvisst að því, samkvæmt heimildum Innherja, að fara í samkeppni við SaltPay og sameinað fyrirtæki Valitors og Rapyd á sviði greiðslumiðlunar. Gangi áform bankans eftir verður hann þriðji nýi keppinauturinn á markaðinum ásamt Kviku banka og Sýn.

Tækni­risi kaupir ís­lenska ný­sköpunar­fyrir­tækið Sling

Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum.

Elkem lagði íslenska ríkið í deilu um vaxtagjöld

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra um að vaxtagreiðslur á láni sem Elkem á Íslandi fékk frá norska móðurfélaginu væru ekki frádráttarbærar frá skatti.

Lífeyrissjóðir ryðja sér aftur til rúms á lánamarkaði

Heimili landsins tóku óverðtryggð lán fyrir samtals 100 milljarða króna frá byrjun þessa árs til loka maí. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóða nam hlutdeild sjóðanna þriðjungi – ný og óverðtryggð útlán sjóðanna námu 32 milljörðum á tímabilinu – en bankarnir voru með tvo þriðju af markaðinum.

SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn

Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Vísir að bólu á íbúðamarkaði og vaxandi líkur á leiðréttingu

Það var mat fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði geti verið til staðar og hafa aukist líkur á stöðnun eða leiðréttingu raunverðs íbúða. Þetta kom fram í fundargerð fjármálastöðugleika frá síðasta fundi nefndarinnar um miðjan júní.  

Viska fer af stað með fyrsta raf­mynta­sjóðinn

Viska Digital Assets, nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum, hefur gengið frá 500 milljóna króna fjármögnun á fyrsta sjóði félagsins. Hann er jafnframt fyrsti íslenski fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Visku, segir í samtali við Innherja að miklar lækkanir á mörkuðum hafi skapað tækifæri sem teymið á bak við Visku sé tilbúið að grípa.

Sjá meira